Uppsetning á auðkenningarappi

Svikahrappar beita ýmsum aðferðum til að komast yfir notendanöfn og lykilorð fólks að tölvupósti þess eða samfélagsmiðlareikningum svo dæmi séu nefnd. Mikilvægt er að koma í veg fyrir að þeim takist það og ein besta vörnin gegn slíkum þjófnaði er að notast við tveggja þátta auðkenningu (e. two-factor authentication). Það er að segja að með því að virkja tveggja þátta auðkenningu bætist við krafa um að skammtímanúmer sé slegið inn við innskráningu til viðbótar við notandanafn og lykilorð. Skammtímanúmer eða skammtímakóði gildir einungis í stuttan tíma, oft bara 30-60 sekúndur. Ef netglæpamenn ná að stela notandanafni og lykilorði þínu þá dugar það þeim ekki til að komast inn á aðganginn þinn þar sem að þeir hafa ekki skammtímanúmerið – að því gefnu að þú hafir virkjað kröfu um tveggja þátta auðkenningu.
Áður en tveggja þátta auðkenning er virkjuð fyrir Gmail eða Outlook tölvupóstinn, Facebook, Instagram, Tiktok eða aðra aðganga þá er nauðsynlegt að þú setjir upp auðkenningarapp (e. authenticator app) á símtækið þitt. Auðkenningarappið sér um að búa til skammtímanúmerið fyrir hvern og einn aðgang eða kerfi þar sem þú virkjar tveggja þátta auðkenningu.

Hver eru vinsælustu auðkenningaröppin

Vinsælustu öppin sem notuð eru fyrir tveggja þátta auðkenningu eru:
Authy
Google Authenticator
LastPass Authenticator
Micrososft Authenticator

Hér á eftir verður farið yfir hvernig þú getur sett upp Authy auðkenningarappið á símtækið þitt. Athugaðu að það er nóg fyrir þig að velja bara eitt auðkenningarapp. Authy er gjaldfrjálst app eins og hin sem nefnd voru hér að ofan.


Uppsetning á Authy

Tími sem þarf: 3 minutes

Uppsetning á Authy

  1. Sækja Authy auðkenningarappið

    Fyrsta skrefið til að setja upp Authy er að opna App store á símanum þínum.

  2. Finna Authy appið

    Til að finna Authy auðkenningarappið velur þú stækkunarglerið (e. search), slærð inn Authy og ýtir á stækkunarglerið til að setja leit í gang.

  3. Sækja Authy appið

    Þú sérð núna lista yfir nokkur öpp og velur app sem heitir Twilio Authy og ýtir svo á hnappinn Get.

  4. Uppsetning á reikning / aðgangi

    Þegar Authy appið er komið á símann þinn þá velur þú að opna það og um leið ertu beðin(n) um að slá inn símanúmerið þitt og netfang.

  5. Staðfesting á reikning / aðgangi

    Þú velur að staðfesta aðgang þinn með smáskilaboði (e. SMS). Þú færð þá sent númer í smáskilaboði til að staðfesta reikninginn.

  6. Vista afrit í skýinu

    Þér er nú boðið að vista öruggt, dulkóðað afrit af stillingum fyrir tveggja þátta auðkenningar sem þú munt seinna setja inn þegar þú virkjar tveggja þátta auðkenningu á Facebook, Instagram eða annars staðar. Við mælum eindregið með að þú gerir þetta til að draga úr óþarfa vandræðum ef síminn þinn bilar eða týnist.
    Þegar þú velur að vista afrit í skýinu (e. enable backup) þá þarftu að búa til gott lykilorð sem notað er til að dulkóða stillingarnar. Ekki gleyma þessu lykilorði 🙂

  7. Uppsetningu lokið

    Nú er uppsetningunni á Authy auðkenningarappinu lokið og þú getur farið að nota það fyrir tveggja þátta auðkenningu í þeim skýjaþjónustum sem þú notar.

Greinar í sama flokki

Tengdar greinar

Nýlegar greinar

5 skref til að þekkja svikapósta 

Svikapóstar eru oft fyrsta skref netglæpamanna í tilraun sinni til að stela kortaupplýsingum, komast yfir notendanöfn og lykilorð eða svíkja út pening.  Það er því...