Sterk lykilorð með hjálp lykilorðastjóra

Ein af grunnreglum góðs netöryggis er að nota ekki sama lykilorð á fleiri en einum stað.  Þ.e.a.s. ekki nota sama lykilorðið fyrir tölvupóstinn þinn og það sem þú notar fyrir Facebook eða Instagram.  Ástæðan fyrir því að nota aðskilin lykilorð fyrir þjónustur á netinu er sú að ef netglæpamenn komast yfir lykilorð þitt þá geta þeir ekki notað það til að komast inn á allar þínar þjónustur heldur eingöngu eina.  Það skiptir miklu máli að ná að draga sem mest úr skaðanum við að tapa lykilorði sínu í hendurnar á netþrjótum. Með því að nota nýtt lykilorð fyrir hverja þjónustu næst það markmið.

Að nota sér lykilorð fyrir hverja þjónustu getur verið nokkuð flókið ef þú ætlar að reyna að muna öll lykilorðin.  Það endar sennilegast á einn veg. Þú átt eftir að gleyma þeim. 

Það er hér sem svo kallaður lykilorðastjóri (e. Password manager) kemur til bjargar.  Lykilorðastjóri er hugbúnaður sem er settur upp í vafrann sem þú notar í tölvunni eða sem app á símtækinu þínu.  Lykilorðastjórinn sér síðan um að vista öll notandanöfn þín og lykilorð og gætir þess að tengja þau við réttar þjónustur.  Eftir að notendanöfnin og lykilorðin eru vistuð í lykilorðastjóranum þá fyllir lykilorðastjórinn sjálfur inn í svæðin fyrir notandanafn og lykilorð þegar þú ætlar sem dæmi að skrá þig inn á Facebook eða tölvupóstinn þinn.  Á þann hátt þarftu ekki að muna nein lykilorð – fyrir utan eitt.  Þú þarft að muna höfuðlykilorðið fyrir lykilorðastjórann sem opnar fyrir aðganginn að öllum lykilorðunum sem þú hefur vistað í honum. 

Lykilorðastjórinn er ekki bara góður til að vista á öruggan hátt öll notendanöfn þín og lykilorð heldur er hann einnig mjög hjálplegur til að búa til mjög sterk lykilorð sem búin eru til úr bókstöfum, tölustöfum og táknum.  Þar sem að þú þarft ekki að muna þau þá er um að gera að láta lykilorðastjórann búa til löng og flókin lykilorð fyrir hverja þjónustu fyrir sig (Facebook, Instagram, Tiktok o.fl.).

Það eru til lykilorðastjórar frá fjölmörgum framleiðendum  og flestir þeirra eru einnig í boði í gjaldfrjálsri útgáfu en eru þá um leið með einhverjar takmarkanir sem eru mismunandi á milli þeirra.  Hvort að sú takmörkun hafi áhrif á þig er eitthvað sem þú verður að meta.

Nokkrir af vinsælustu lykilorðastjórunum sem einnig bjóða upp á gjaldfrjálsar útgáfur eru:

Að nota sterk lykilorð og aldrei sama lykilorðið fyrir fleiri en einn aðgang eða reikning er mjög gott skref í átt að betra öryggi. Líttu endilega á greinina 7 skref að bættu netöryggi þar sem við förum yfir hvaða önnur skref eru mikilvæg til að tryggja sem best netöryggið þitt.

Hafðu það Öruggt.

Greinar í sama flokki

Tengdar greinar

Nýlegar greinar

5 skref til að þekkja svikapósta 

Svikapóstar eru oft fyrsta skref netglæpamanna í tilraun sinni til að stela kortaupplýsingum, komast yfir notendanöfn og lykilorð eða svíkja út pening.  Það er því...

Persónuvernd

Öll vinnsla með persónuupplýsingar hlíta lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og er í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og...