Við viljum byrja á því að þakka þér fyrir innlitið. Við erum sífellt að skoða og meta hvernig við þjónum sem best gestum vefsins Öruggt.is í þeim tilgangi að styrkja vitund og þekkingu sem flestra á mikilvægi netöryggis og stafræns öryggis í heild. Við lítum á það sem samfélagslega ábyrgð okkar allra að hafa að lágmarki ákveðna grunnþekkingu á stafrænu öryggi. Við vitum einnig að til þess að það sé mögulegt þá er nauðsynlegt að aðgengi að léttri og auðskiljanlegri fræðslu um netöryggi og annað sem snýr að stafrænu öryggi sé tryggt. Allir eiga að hafa sama aðgang að grunnfræðslu um allt það sem skiptir máli til að geta flakkað öruggt um netið og nýtt sér þær þjónustur sem þar eru í boði.
Við viljum því gjarnan heyra frá þér ef þú hefur einhverjar athugasemdir, spurningar eða hugmyndir að umbótum eða efnistökum í tengslum við vefinn Öruggt.is. Okkur þætti vænt um ef þú myndir nota formið hér að neðan til að heyra í okkur. Við munum svara þér svo fljótt sem auðið er.
Hafðu það Öruggt.