Persónuvernd

Öll vinnsla með persónuupplýsingar hlíta lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og er í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs eins og kveðið er á um í lögunum.

Persónuvernd á vefnum Öruggt.is

Vefurinn Öruggt.is er opinn öllum án þess að þörf sé að eða gerð sé krafa um skráningu persónuupplýsinga.  Ef valið er að eiga samskipti við okkur í gegnum vefsíðu okkar, t.d. með útfyllingu á vefformi eða í spjallglugga er nauðsynlegt fyrir okkur að vista og vinna með þær upplýsingar sem þar eru skráðar af þér.

Þegar þú heimsækir og flakkar um vefsíður okkar skráum við engar persónugreinanlegar upplýsingar.  Til að tryggja sem best persónuvernd okkar gesta er lögð áhersla á persónuverndarmiðaðar lausnir.  Því til stuðnings tókum ákvörðun um að nýta ekki vefgreiningartól eins og Google Analytics né heldur hleypum við Facebook kökum inn á Öruggt.is vefinn.  Við þurfum þó að greina ákveðna hluti til að tryggja að tæknilegt umhverfi og innihald vefsins Öruggt.is þróist í samræmi við heimsóknir og notkun.  Fyrir þá greiningu notum við greiningarlausn frá Plausible.io.  Sú lausn er mjög persónuverndarmiðuð og skráir eingöngu eftirfarandi upplýsingar sem tengjast umferð inn á vefsíður Öruggt.is.

Athugið að ekki er notast við vefkökur fyrir þessa skráningu.

Upplýsingar sem skráðar eru með greiningarlausn okkar:

  • Hvaða greinar eru skoðaðar (svo við skiljum hvaða efni er mikið lesið og hvað minna)
  • Land sem komið er frá (engin IP vistföng)
  • Hvaðan umferð kemur (er komið beint inn á síðuna eða er smellt á leitarniðurstöður eða tengla á öðrum vefum)
  • Tegund vafra (hjálpar okkur til að tryggjað að vefsíðan virki vel að lágmarki á mest notuðu vöfrunum)
  • Stýrikerfi (hjálpar okkur að skilja betur hvaða stýrikerfi eru mest notuð; Windows, MacOS, iOS, Android og þannig leggja áherslu á greinar sem snúa að þeim stýrikerfum)
  • Upplausn (til að hjálpa okkur að tryggja að vefurinn líti rétt og vel út á öllum helstu skjástærðum)
  • Síða sem komið er inn á hjá okkur
  • Síða sem síðast er skoðuð áður en farið er af vefnum Öruggt.is

Notkun á vefkökum

Við notum ekki vefkökur á vefnum Öruggt.is sem safna persónugreinanlegum upplýsingum.  

Til að auka öryggi vefsins og draga úr líkum á og áhrifum af netárásum er notast við öryggisþjónustu frá fyrirtækinu Cloudflare.  Þar er m.a. vörn gegn s.k. slæmum yrkjum (e. bots).  Til að geta greint umferð slæmra yrkja frá umferð okkar gesta er nauðsynlegt að nota vefköku frá Cloudflare sem kallast __cf_bm.  Þessi kaka lifir einungis í 30 mínútur eftir að engin aðgerð á sér stað í vafra þess sem heimsækir vefsíðuna.  Vefkakan gildir einungis á vefsíðu okkar.  Þ.e.a.s. hún fylgir ekki gestum okkar yfir á aðra vefi.  Hér að neðan er nánari lýsing á ensku:

__cf_bm cookie for Cloudflare bot products
Cloudflare’s bot products identify and mitigate automated traffic to protect your site from bad bots. Cloudflare places the __cf_bm cookie on end-user devices that access customer sites protected by Bot Management or Bot Fight Mode. The __cf_bm cookie is necessary for these bot solutions to function properly.

This cookie expires after 30 minutes of continuous inactivity by the end user. The cookie contains information related to the calculation of Cloudflare’s proprietary bot score and, when Anomaly Detection is enabled on Bot Management, a session identifier. The information in the cookie (other than time-related information) is encrypted and can only be decrypted by Cloudflare.

A separate __cf_bm cookie is generated for each site that an end user visits, as Cloudflare does not track users from site to site or from session to session. The __cf_bm cookie is generated independently by Cloudflare, and does not correspond to any user ID or other identifiers in a customer’s web application.

 

Samskiptaupplýsingar

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi persónuverndarstefnu okkar eða það hvernig við vinnum með persónuupplýsingar þínar, vinsamlegast hafðu samband með því að fylla út formið á síðunni okkar Hafðu samband.

Hafðu það Öruggt

Algengar spurningar

Notið þið s.k. þriðja aðila vefkökur (e. third-party cookies) á Öruggt.is?

Nei. Við notum ekki þjónustur á vefsíðum Öruggt.is sem setja inn vefkökur frá auglýsendum, samfélagsmiðlum eða öðrum gagnasöfnunarfyrirtækjum sem fylgja notendum á milli mismunandi vefa . Það er okkur mikilvægt að gestir okkar þurfi ekki að hafa áhyggjur af slíkum vefkökum.

Notið þið aðrar vefkökur á Öruggt.is til að safna persónugreinanlegum upplýsingum?

Nei. Við tókum þá ákvörðun strax frá upphafi að nota ekki vefkökur sem skrá niður persónugreinanlegar upplýsingar.

Safnið þið persónugreinanlegum upplýsingum án þess að nota vefkökur?

Ef gestir á Öruggt.is ákveða sjálfir að hafa samband við okkur með því að nota samskiptaformið sem er að finna á síðunnu Hafðu samband þá er nauðsynlegt fyrir viðkomandi að skrá inn nafn sitt og netfang þannig að við getum svarað fyrirspurninni. Sú fyrirspurn er síðan send til okkar sjálfkrafa í tölvupósti og fyrrnefndar upplýsingar eru ekki vistaðar í vefkerfinu.

Framkvæmið þið enga greiningu á vefumferð?

Það er mikilvægt fyrir okkur, til að tryggja virkni vefsins og þróun efnis sem er að finna á honum, að framkvæma ákveðna grunngreiningu á þeirri umferð sem við fáum inn á síðurnar. Í þeirri greiningu er ekki notast við vefkökur og ekki er unnið með persónugreinanlegar upplýsingar enda eru þær ekki skráðar.

Greinar í sama flokki

Tengdar greinar

Nýlegar greinar

5 skref til að þekkja svikapósta 

Svikapóstar eru oft fyrsta skref netglæpamanna í tilraun sinni til að stela kortaupplýsingum, komast yfir notendanöfn og lykilorð eða svíkja út pening.  Það er því...